Posts

Madrid

Komum til Madrid undir hádegi og tékkuðum okkur beint inn á hótel, Pasea del Arte, við Atocha stræti sem er rétt við aðalbrautarstöðina. Verulega góð staðsetning og virkilega gott hótel. Röltum strax af stað að skoða borgina. Fundum fínan veitingastað fyrir hádegismatinn rétt hjá hótelinu svo þrekið myndi nú duga fyrir bæjarröltið. Byrjuðum á því að labba upp alla Atocha götuna og vel að merkja hér eru brekkur! Enduðum á Plaza de Mayor sem er eitt frægasta torg borgarinnar. Virkilega skemmtilegt mannlíf og margt að sjá og skoða. Þar rétt hjá er svo stærsta og elsta stálgrindarhús borgarinnar sem núna hýsir stærðarinnar matarmarkað ekki ósvipaðan því sem reynt hefur verið að búa til á Hlemmi. Þar var nú ekki erfitt að eyða dágóðum tíma í að ráfa um og smakka alls konar rétti. Gaman að því að hægt var að kaupa næstum því munnbita á hverjum stað sem kostuðu eina til tvær evrur hver þannig að það var hægt að koma víða við án þess að borða sér til óbóta. Löbbuðum síðan áfram og …

Soria

Það var jökulkalt og napurt þegar við keyrðum til Keflavíkur á leið úr landi. Förinni heitið til Spánar. Nánar tiltekið til bæjar sem heitir Soria og er um 200 km norðan við Madrid. Þar verður fundur CEMR haldinn en það eru samtök sveitarfélaga og svæðasambanda í Evrópu en þar er ég í þetta sinn eini fulltrúinn í sendinefnd íslenskra sveitarfélaga. Ferðin þótti löng og ströng fyrir ekki lengri fund og þar sem ég var hvort sem er að fara til Spánar þá var ákveðið að ég færi sem fulltrúi okkar. Ég var ágætlega ánægð með það svo sem alvön löngum og furðulegum ferðalögum og það á meira framandi slóðum en Spán. Flugum með Easyjet til Manchester sem var fínt. Engin ástæða til að kvarta yfir neinu hjá því ágæta flugfélagi. Flugvöllurinn í mAnchester er lítill og þægilegur en þar þurftum við að bíða í 3 tíma. Veitti ekki af þar sem Easyjet tékkar ekki töskur nema á fyrsta áfangastað og því þurfum við að fara og ná í töskurnar og labba svo utandyra yfir á annan terminal og tékka okkur…